Um mig

Ég er miðaldra eiginkona, móðir, og amma, ég er hársnyrtimeistari að mennt og rak ég mína hársnyrtistofu og gjafavöruverslun um árabil á Eskifirði. Alla mína tíð hef ég haft áhuga á allri handavinnu, leirlist, glerlist, málningu ofl. 

Árið 2007 snérist líf mitt við og fluttum við fjölskyldan til Reykjavíkur, þar sem ég gat ekki unnið við mína menntun eða úti fór ég að hekla til að hafa eitthvað fyrir stafni og hefur það þróast í eitthvað miklu meira.

Í dag hanna ég, hekla og perla vörur fyrir yngstu kynslóðina og hef ég líka byrjað á að framleiða sápur.

Í sápurnar nota ég eingöngu 100% hágæða fitu, olíur, ilmkjarnaolíur og basa, þegar þessum hráefnum er blandað saman eftir kúnstarinnar reglum verða til efnahvörf sem nefnist sápun, eftir mótun sápunar tekur við hvíldarferli, allt frá 4-12 vikum síðar verður til sápa.

Kær kveðja

María Anna